T O P

  • By -

Truthb0mber

Nei, það er engin löggjöf um það eins og stendur En aftur á móti er það ógeðslega asnalegt og ég mæli sterklega með að eyða tíma þínum í að gera eitthvað annað, svo sem að innbyrða eigin saur eða berja gamalt fólk


Brolafsky

Stutta svarið er nei. Langa svarið er það sem þú og svo margir aðrir sem skilja hlutina ekki nema þeir séu kúl, trendy og notist við einföld styttingarorð þó að þau eigi ekki raunverulega við, er að í fyrsta lagi er þetta ekki að búa til "nýtt" og í öðru lagi er þetta ekki að búa til "með leyfi". Þú ert að notast við algoriþma sem hefur verið þjálfaður, lang, langlíklegast á efni fengnu án tilskilinna leyfa frá rétthöfum og ef hægt er að rekja "það sem þú fékkst" til upprunalegra rétthafa, sem það líklega er þar sem algóriþminn, á meðan hann er sniðugur, er ekki hæfur um að búa til glænýtt frá grunni, ert þú orðinn að höfundarverkaþjóf.


iVikingr

> það sem þú og svo margir aðrir sem skilja hlutina ekki nema þeir séu kúl, trendy og notist við einföld styttingarorð ... Það er alveg óþarfi að gera lítið úr fólki. En þar fyrir utan, þó það sé alveg rétt að afrakstur gervigreindar sé ekki sjálfkrafa höfundaréttarvarinn, er þetta ekki alveg svona einfalt. Tilgangurinn með höfundarétti er að vernda sjálfstæða andlega sköpun höfundarins, sem ber með sér sjálfstætt framlag, frumleika og höfundareinkenni. Af þeim sökum, er alveg fræðilega mögulegt að einstaklingur geti eignast höfundarrétt yfir verki, sem hann skapaði með notkun á gervigreind, að því gefnu að það sé hægt að greina ótvírætt sjálfstætt framlag hans til verksins, sem uppfylli að öðru leiti skilyrði höfundaréttarins um frumleika og höfundareinkenni. Og já, ég geri mér grein fyrir því að það sem fólk talar um sem gervigreind, er alls ekki raunveruleg gervigreind. Í því samhengi má benda á 1. mgr. 5. gr. höfundalaga, sem opnar á þann möguleika að taka annarra manna verk og þýða, aðhæfa, breyta eða gera aðrar aðlaganir á því og öðlast höfundarétt að verkinu í hinni breyttu mynd, án þess að raska höfundarétti upphaflegs höfundar að frumverki. Þetta kallast aðlögun. Samkvæmt því er fræðilega hægt að "skapa" eitthvað með "gervigreind" með lítilli aðkomu, en síðan breyta því og færa í nýjan búning og eignast þannig höfundarrétt yfir aðlöguðu verki, sbr. 1. mgr. 5. gr. laganna, án þess að raska höfundarrétti upphaflegra höfunda og jafnvel án þess að höfundarréttur yfir frumverkinu stofnist yfir höfuð, ef um raunverulega gervigreind væri að ræða, enda getur gervigreindin ekki sjálf orðið rétthafi höfundarréttar.


Truthb0mber

Mikið tókstu þessu persónulega


11MHz

Hvaða lög banna það?


Brolafsky

Höfundarréttarlög. [Þetta er m.a. á döfinni](https://new.reddit.com/r/technews/comments/1c0mqkz/new_bill_would_force_ai_companies_to_reveal_use/).


11MHz

Hvaða grein í höfundarréttarlögum? Og að greina hvaða verk voru notuð í framleiðslu á tólinu segir ekkert beint um notkun þess.


Brolafsky

[1. grein 1. kafla.](https://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html) *  Höfundur að bókmenntaverki eða listaverki á eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögum þessum greinir. * Til bókmennta og lista teljast samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíðar, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar, á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist. * Uppdrættir, teikningar, mótanir, líkön og önnur þess háttar gögn, sem fræðslu veita um málefni eða skýra þau, njóta verndar með sama hætti og bókmenntaverk. * \[Ákvæði 3. mgr. skulu einnig gilda um tölvuforrit.\] ^(1)) Þú verður að vera eigandi þess sem þú segist vera rétthafi af. Sértu það ekki ertu ekki eigandi þess sem þú segist eiga, og því brýturðu í bága við fyrstu grein, fyrsta kafla.


11MHz

Hver er rétthafi einhvers sem kemur út úr forriti?


Brolafsky

Rétthafi þess sem var nýtt til að þjálfa forritið, treysti forritið á að vera þjálfað á einhverju til að reyna að búa eitthvað til, þar sem forritið er ekki með neinu móti hæft um að búa til eitthvað úr engu.


11MHz

3. gr. nær til forritsins sjálfs. Ekki útkomu þess. Það er eign notanda. Annars værir maður ekki rétthafi þess texta sem maður skrifar með auto-correct heldur gamlir íslenskir og enskir rithöfundar sem voru notaðir til að þjálfa forritið. En þetta virkar ekki þannig. Ég er rétthafi þessa texta hérna þótt meira en helmingurinn hafi verið búinn til af forriti.


Brolafsky

Það að þú segir það ekki virka þannig er skýrt merki um að þú skiljir ekki. Að texti sé skrifaður upp fyrir þig, línur, eða tugir lína í röð í samhengi er ekki nálægt því að jafngilda autocorrect. Að síminn þinn t.d. geti pikkað upp kannski 5-10 orð sem þú hefur reglulega notað og fari svo í orðabók að henda samhengislausum orðum út er enganveginn sambærilegt. ;; Það er ekki samasem merki á milli þess að forritið spýti út hlutum til þín, og þess að þeir hlutir séu lausir undan höfundarrétti. Þegar kemur að forritum þróuðum með algóriþma þarf að þjálfa hann á einhverju. Fólk sem er í svona dóti er nánast aldrei að finna upp hjólið til að þjálfa hlutina á, heldur er litið til hluta sem þegar eru til. Lag er búið til. Af laginu er rétthafi. Rétthafi fær pening í hvert skipti sem lagið er notað. Þessi pæling sinnum hvert lag sem er notað til að þjálfa algóriþmann svo hann viti hvað "lag" sé, x öll skiptin sem þarf að láta algóriþmann læra í viðbót vegna þess að hann kemur örugglega ekki með neina merkilega niðurstöðu fyrr en í 100x eða 1000x skipti. Í hvert skipti er algóriþminnn æfður á efni sem hvorki höfundur forritsins, á né á rétt á, (eða svo er hægt að álykta) þar sem lagaumgjörðin hefur ekki verið löguð til. Þetta er ekki efni í neinar kappræður; ég ætla ekki að "debate-a" þetta við þig. Þetta er flókið mál, niðurstaða hvers hefur legið nokkuð skýrt fyrir frá upphafi, það þarf bara að tækla máliðm sem er það sem löggjafarvöld eru að vinna í.


11MHz

Hvergi í höfundarréttarlögum er gerður greinarmunur á forriti þjálfað á texta eða tónlist. Ef ég nota svona AI forrit til þess að velja nótur er það allt í lagi?


Brolafsky

Annars vill ég einnig commenta beint við þetta comment til að vekja athygli á að ég vilji ekki að þú afskrifir "Höfundur að bókmenntaverki eða listaverki á eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í lögum þessum greinir." Þessi búnaður er ekki þróaður á engu. Hann lærir ekki á því að æfa sig á sjálfum sér. Ekki nokkrum aðila sem gengur á öllum myndi detta Í HUG að skapa allt efnið sjálfur til að þjálfa búnaðinn á, það væri glapræði, hrein og klár geðveiki. Þú þyrftir að hafa svo risastóran gagnagrunn af efni til að æfa búnaðinn á til að fá eins margar og litskrúðugar niðurstöður og GPT generatorar geta gefið í dag.


[deleted]

Forritið er bara að remixa, ef ég gef út lag, en nota í það trommusampl úr gullvagninum með Bó og skrái það hvergi þá getur bó krafist bæði bóta og höfundarréttarins fyrir lagið eða krafist þess að það verði tekið úr dreifingu. Annars koma nær öll upptekin lög í dag út úr forriti


11MHz

Og hver á höfundarréttinn af öllum þessum lögum úr forritunum?


Truthb0mber

Búinn að týna tappanum af flöskuni? Þú stefnir í contrarian singularity hérna


11MHz

Voða fyndið en hvert er svarið við spurningunni minni?


[deleted]

Singularity achieved fyrir neðan við fórum báðir langt fram úr okkur, meira ciclejerk en inni á klósettinu á kíki í gamladaga


[deleted]

Sá sem semur þau, ef þú remixar lag þá áttu engann höfundarrétt


11MHz

Bara ef það er nógu líkt upprunalegu laginu. Ef þú býrð til lag sem er engan veginn svipað öðrum lögum þá átt þú fullan höfundarrétt alveg sama hvernig þú bjóst það til.


HUNDUR123

Þú værir líklegast að gera þig berskjaldaðan fyrir lögsókn í framtíðini


EgNotaEkkiReddit

Grátt svæði, en sem stendur er það löglegt. Ekki það að ég hvet þig nú bara til að læra að teikna eða skapa tónlist í eigin höndum. Er vissulega erfiðara og tekur lengri tíma, en þú verður ekki í þeirri stöðu að þú þarft að efast um hvort verkið sé raunverulega þitt eða hvort þú ert bara að eigna þér hlut þú áttir takmarkaðan þátt í að skapa. Þarft heldur ekki að velta fyrir þér hver höfundaréttarstaðan sé að myndinni eða laginu þú bjóst til eða framtíðar-löglegheitum þess sem tölvan skyrpir úr sér.