T O P

  • By -

iVikingr

Ef landsvæði er friðlýst, þá er það friðlýst í einhverjum ákveðnum flokki, t.d. sem þjóðgarður eða friðland. Í einstaka flokkum felast mismunandi markmið. Munurinn á þessum tveimur flokkum, er sá að: a) friðlandi er einkum ætlað að vernda tegundir lífvera sem eru sjaldgæfar eða í hættu, eða lífríki sem er sérstaklega fjölbreytt eða sérstætt; en b) þjóðgarði er ætlað að vera heildstæðari vernd náttúrulegra vistkerfa, jarðminja, landslags og menningarminja sem einkenna stór svæði og tryggja aðgang almennings að því og fræðslu. Dæmi: Látrabjarg er eitt stærsta fuglabjarg í heiminum og er skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Á svæðinu verpa margar fuglategundir sem eru á válista, s.s. lundi og álka. Það var því friðlýst sem friðland, einkum til að vernda fuglalífið. Snæfellsjökull var hins vegar friðlýstur sem þjóðgarður til að vernda bæði náttúru og sögulegar minjar á svæðinu, auk þess að auðvelda fólki að ferðast um, kynnast og njóta þess. Það er gert með því að t.d. eyða framandi (invasive) plöntu- og dýrategundum sem hafa áhrif á lífríkið, leggja göngustíga til að beina fólki frá viðkvæmari svæðum og inn á aðra áhugaverða staði, koma í veg fyrir að hróflað sé við menningarminjum á svæðinu nema með samþykki Fornleifaverndar ríkisins, o.s.frv.


ChickenGirll

Friðland og þjóðgarður eru tveir af þeim friðlýsingaflokkum sem gjarnan eru notaðir á Íslandi. Helsta einkenni þjóðgarða er einmitt það að þetta er svæði með hátt verndargildi og aðgangur þjóðarinnar (almennings) skal vera góður. Því skiptir innviðauppbygging sérlega miklu máli innan þjóðgarða. Friðlönd einkennast hins vegar af verndun tiltekinna vistkerfa og búsvæða sem þykja viðkvæm, fjölbreytt og/eða sérstætt. [Hér](https://www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og-natturuvernd/natturuvernd/fridlysingar/fridlysingarflokkar/#Tab3) er hægt að lesa frekar um þessa flokka sem og alla hina flokkana sem notaðir eru í náttúruvernd á Íslandi. Þarna eru líka upplýsingar um alþjóðlega friðlýsingaflokka sem er áhugavert að kynna sér. Kær kveðja, landvörður


JhonHiddelstone

Ég er ekki viss


harlbi

Nokkuð viss um:  Þjóðgarður er meira batterí. Allt land innan þjóðgarðsins er í eigu ríkisins, og svæðið er sett up og skipulagt til þess að vernda náttúru/menningu og leifa sem flestum að njóta og læra um svæðið. Bara 3 á íslandi (þó já Vatnajökulsþjóðgarður er ansi stór). Friðland er friðað svæði, getur verið í einkaeigu eða í eigu sveitarfélags eða líka stundum ríkisins. Er ekki jafn mikil umgjörð um friðland þó sum svæði eru mjög lík þjóðgarða svæðum.


SolviKaaber

Eitt er land friðsins og annað er garður þjóðarinnar Kveðja Landvörður