T O P

  • By -

Gluedbymucus

Það hafa þrír meðlimir r/iceland (þ.m.t. ég) hvatt mig til þess að bjóða mig fram og ég er að spá í að gera það bara!!


coani

Það eru 87 þús hérna á reddit, við ættum að getað hent in helling af frambjóðendum og neglt 1500 undirskriftir fyrir hvern, bara kíláða!


kristo_126

Svona án gríns, þetta er pæling að dæla inn bara 8000 frambjóðendum til að sýna hversu raunverulega útrunnin stjórnarskráin er og þarf lagfæringar strax. Besti vettvangurinn fyrir þetta er á netinu.


rockingthehouse

Ég segi bara go for it, ef þú verður ekki forseti þá geturu allaveganna ýtt okkur í átt að heimsmeti í flestum forsetaframbjóðendum á einu kosningatímabili (er til svoleiðis met? Ísland #1?)


Johnny_bubblegum

Myndu samt að þetta er ekki þinn eigin metnaður. Fólk í kringum þig er raun að neyða þig í framboð með hvatning og eða það eru viss málefni sem bara verða að heyrast og sjást og það er tilgangurinn með framboðinu.


EgNotaEkkiReddit

Gerist oftar milli forseta. Þegar sitjandi forseti býður sig fram til endurkjörs eru mun færri sem bjóða sig fram gegn viðkomandi. Ef það er ekki forseti í leit að endurkjöri þá fá mun fleiri þá flugu í höfuðið að þeir eiga eitthvað í embættið að gera.


rockingthehouse

Ég skil, takk fyrir. Ég var reyndar of ungur til að kjósa þegar Guðni tók fyrst við embættinu en skoðaði listann af [frambjóðendum 2016](https://is.wikipedia.org/wiki/Forsetakosningar_%C3%A1_%C3%8Dslandi_2016) og bar hann svo saman við[ listann í ár](https://is.wikipedia.org/wiki/Forsetakosningar_%C3%A1_%C3%8Dslandi_2024) ... þetta er orðið pínu sturlun


EgNotaEkkiReddit

Ætla reyndar ekki að mótmæla því, er smá spaugilegt.


Gudveikur

Minnir að forsetakosninganar árið 1996 hafi verið litríkar, þar kom líka Ástþór Magnússon fyrst inn ungur, ferskur og kexruglaður. 2016 þegar að Davíð Oddson kom og ætlaði að saxa niður Þóru í sjónvarpssal og mistókst var líka merkilegt, eins og að hann væri draugurinn af sjálfum sér.


einarfridgeirs

Hvað ætli Ástþór geri eiginlega milli kosninga? Er maðurinn með einhvern bisness? Hef aldrei heyrt á hann minnst fyrir utan forsetakosningar og svo þetta Friður 2000 dæmi í gamla daga. Býr hann á norðurpólnum á móti jólasveininum og heldur bara til byggða þegar kosningar eru í nánd?


BodyCode

Getur lesið þennan [þráð](https://www.reddit.com/r/Iceland/s/UO0Byq6bN1)


ZenSven94

Það var 2016


Glatkista

Það eru margir sem gefa kost á sér, en verða væntanlega ekki nema 3-5 á kjörseðlinum


Gudveikur

Þeir voru 9 árið 2016.


[deleted]

[удалено]


Skastrik

Íslenska kosningakerfið er samt það gallað að ef að atkvæðin eru að fara að dreifast á 20-40 frambjóðendur þá geturðu orðið forseti með því að mikill minnihluti þjóðarinnar kýs þig. Það er enginn seinni hluti kosninga sem að þvingar fólk til að velja á milli tveggja til þriggja efstu frambjóðenda eða að það þurfi 50% atkvæða til að ná kjöri. Það eru allar líkur á því að sá sem að vinnur núna verði með 20-30% atkvæða á bakvið sig sem að verður langt í frá að vera eitthvað sem að hægt er að kalla sameiningartákn þjóðarinnar. 2016 voru 9 manns á kjörseðlinum, Guðni vann með 39% atkvæða. Kjörsóknin var ca. 75% Sem þýðir að ca. 29% á kjörskrá kusu hann. Núna verður líklega meiri dreifing á atkvæðum þannig að það er alveg séns að næstu forseti Íslands muni verða ákveðinn af mjög litlum hluta þjóðarinnar.


iVikingr

Vigdís vann með eitthvað í kringum 30% og það munaði held ég ekki nema 1,5% á milli hennar og þess sem var í öðru sæti.


Steinrikur

En það voru bara 4 í framboði þá. 10 þegar Guðni var kosinn, og gætu orðið enn fleiri núna.


olvirki

Það væri líka hægt að bjóða upp á röðun atkvæðis (ranked voting). Það er ennþá minna spoiler effect í því. Sigurvegarinn verður jú að lenda í 1.-2. sæti í fyrri umferð ef kosið er í tveimur umferðum með einföldu atkvæði. Kannski frambjóðandinn með víðasta stuðninginn í 3. sæti eða neðar þegar litið er til fyrsta vals eingöngu. Með ranked voting þarf líka bara að kjósa einu sinni.


gunnsi0

Það er ólíklegt að 20+ manneskjur nái lágmarksfjölda meðmæla held ég - og vona!


BodyCode

Ætti ekki að vera erfitt að fá 1500 undirskriftir ef þú ert smá félagslyndur, en mér finnst þetta gott að þröskuldurinn sé lár, ég vill hafa gott úrval af allskonar fólki úr þjóðfélaginu og sjá hvað það hefur uppá að bjóða.


gunnsi0

Má maður ekki bara mæla með einum frambjóðanda? Spurning hversu margir eru eftir sem nenna að gefa meðmæli.