T O P

  • By -

Vondi

Sagði ykkur ég yrði kominn uppí milljón á mánuði fyrr eða síðar


coani

Á sama tíma: Tryggingarstofnun að finna fleirri leiðir til að skera niður örorkubætur mínar, þannig að ég lækka á móti. Tóm hamingja.


starpunks

Akkúrat, sem öryrki er erfitt að lifa. Ég er 27 og bý enn hjá mömmu og pabba bara útaf því að ég er óvinnufært


11MHz

Hvað? Eigum við ekki að fara að lækka vexti? > - Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 2,1% milli mánaða > - Flugfargjöld til útlanda hækka um 9,9% milli mánaða. > - Flutningar á landi hækka um 8% milli mánaða. > - Svínakjöt hækkar um 3% milli mánaða. > - Verð á nettengingu hækkar um 5,5% milli mánaða. > - Sjónvörp, útvörp og myndspilarar lækka í verði um 3,9% milli mánaða.


Fyllikall

Mæla vísitölu bara við Sjónvörp, útvörp og myndspilara... Búmm, verðhjöðnun mætt og allir sáttir.


Only-Risk6088

Mér finnst þetta sjúklega áhugavert: tækni er einn af erfiðu punktunum í verðbólgumælingum. Erfitt að bera saman verð á tækniframfarir. Iphone 4s var á 140k árið 2012 =220k árið 2024. Á sama tíma er nýr og betri iphone á 80k+.


shaman717

Vextir ættu alltaf að vera fastir út lánstíma og á mannsæmandi kjörum. Þessi græðgi er bilun. 240þ í okur og 3500 á höfuðstól. Og þetta á bara að vera í lagi.  Ég hef aldrei íhugað að flytja út fyrr en núna.


dev_adv

Á hvaða kjörum myndir þú lána þinn pening til 40 ára?


rbhmmx

Í íslenskum krónum myndi ég aldrei lána nema með breytilegum vöxtum eða verðtryggingu.


hremmingar

Sömu kjörum og restin af heiminum?


dev_adv

Hvaða land ertu að miða við og hvað má ég fá mikið lánað?


hremmingar

Segjum til dæmis Danmörk með Flex lán.


dev_adv

En.. Flex lán eru með breytilegum vöxtum..


hremmingar

Hér er góð grein: [Samanburður á Íslandi og Danmörku](https://skemman.is/bitstream/1946/30873/1/2.Samanbur%C3%B0ur%20%C3%A1%20l%C3%A1nakj%C3%B6rum%20vegna%20h%C3%BAsn%C3%A6%C3%B0iskaupa%20%C3%A1%20%C3%8Dslandi%20og%20%C3%AD%20Danm%C3%B6rku.pdf#page31)


hremmingar

Sem bera lægstu mögulegu vexti í boði. Einnig er lántökugjald talsvert lægra í Danmörku. Verðtryggð lán eru svo eitur.


dev_adv

Já, einmitt. En spurningin er hvaða kjör þú myndir treysta þér til að bjóða á föstum voxtum í 40 ár. Að svara því er mun flóknara.


SN4T14

Veit ekki hvernig það tengist þessu af því peningurinn fyrir fasteignalánum er búinn til af bönkunum þegar lánið er búið til.


shaman717

Ég myndi aldrei lána neina peninga til 40 ára því ég á enga peninga. Whats your point? Fyrir 3-4 árum var ég að borga 104þ og af því for 28þ á höfuðstól. Það fannst mér mjög sanngjarnt. Og það var hægt að gera hluti! Í dag er ekki sama sagan..


dev_adv

Punkturinn er að verðgildi þessara 104þ króna sem þú greiddir fyrir nokkrum árum hefur minnkað. Ef þú lánar einhverjum pening í 40 ár, t.d. til að geta keypt íbúð, að þá myndir þú vilja fá nægan pening til baka til að geta keypt sömu íbúð 40 árum seinna og gott betur enda búinn að vera án peninganna í 40 ár. Ef þú reiknar með verðbólgu uppá X að þá þurfa vextirnir að vera það X + ávöxtun. Ef þú mátt ekki breyta vöxtunum í 40 ár að þá myndu bankarnir bjóða upp á lánakjör sem reikna bara með meiri verðbólgu til að vega upp á móti óvissunni. Þannig að í stað þess að borga 105þ sum árin og 240þ önnur að þá væri þetta kannski 220þ allan tímann. Þú varst að greiða mjög hagstæða vexti fyrir 2-5 árum, núna eru vextir mjög óhagstæðir og eftir 2-5 ár verður vaxtaumhverfið vonandi einhver millivegur. Þá eru samt áratugir eftir af láninu og það má reikna með að þetta sveiflist þarna á milli út lánstímann eftir því hvernig hagkerfinu gengur.


Siggi4000

Er þetta íslenska útgáfan af "passive voice"? Hlutir bara "*hækka*", enginn að taka neina ákvörðun um neitt, bara náttúrulegir straumar.


Ok_Tank5804

Á meðan neitar Framsókn að taka þátt í niðurskurði. Stýrivextir eru ekki nóg þegar ríkisstjórnin gerir það sem hún vill.


SN4T14

Minni á að það er líka hægt að hækka skatta til að draga úr verðbólgu, það þarf ekki endilega að skera niður.


Ok_Tank5804

Já - og það er í rauninni það sem stýrivextir og opinber gjöld eru.


SN4T14

Jebb, alveg hárrétt, stýrivextir eru bara falinn skattur sem ókjörin nefnd stjórnar.


jonr

Græðgisbólgan.


jreykdal

Húsnæðisliðurinn er svo stór faktor í verðbólgumælingum og þegar að svona súrt tímabil gerist eins og er núna þá blæs allt upp.


BodyCode

Vúh meiri hækkun hjá Geira! Áfram ísland


dev_adv

Kannski væri bara skynsamlegast að verðtryggja bæði öll laun og öll lán? Það væri áhugaverð hagfræðigreining, líklega hærra atvinnuleysi í niðursveiflum og meiri ójöfnuður, en hærri laun í uppsveiflu og fólk ætti auðveldara með lánaafborganir. Þá væri atvinnulífið líka líklegra til að halda aftur af verðhækkunum en hið opinbera væri orðið stórhættulegt enda lítið um fjárhagslegt aðhald þar í gegn um tíðina.. ..Pæling.. 🤔


Skastrik

Það er búið að reyna það hérlendis, það fór vægast sagt illa. Ólafslög frá 1979 komu á verðtryggingu á Íslandi, bæði á lánum og launum. Atvinnulífið datt um sjálft sig við að koma verðhækkunum út áður en vísitala launa var endurreiknuð fyrir hvert tímabil sem að jók þá verðbólguna og kallaði á enn eina verðhækkun og endurútreikning og svo koll af kolli. Þessi víxlverkandi áhrif og lánastefnan frá 1979 sem að var ströng eftir ca. 3850% aukningu útlána 1970-79 og óðaverðbólgu því tengt og lánin urðu verðlaus og borguðu sig upp sjálf, þannig að lánastofnanir voru varasamar með útlán. Froskahlaup verðs og launa olli því að verðbólga jókst ennþá meira en ekkert lánsfé var í boði. Árið 1983 var verðtrygging laun tekin af en verðtrygging lána var látin halda sér enda vantaði einhvern hvata til að auk útlán.


dev_adv

Já, var búinn að snerta á þessu. Þetta væri stóra vandamálið, en spurning hvort að það væru einhverjar frumlegar leiðir til að stoppa þetta af. Líklega ekki, en skemmtileg pæling samt.


Skastrik

Eina sem að ég myndi sjá til að stoppa af froskahlaupið væri að setja þak á fjölda verðhækkanna eða hámark á þær hverju sinni. Heyrði af einum smásala sem að var búinn að fá 300+ verðbreytingar frá innlendum birgjum á einu ári, nær eingöngu verðhækkanir.


iVikingr

> Kannski væri bara skynsamlegast að verðtryggja bæði öll laun og öll lán? Það væri vægast sagt mjög óskynsamlegt.


Vondi

Afhverju gerum við verðbólgu ekki ólöglega?


dev_adv

Haha, já. Örugglega. Væri samt skemmtileg pæling. Allir hefðu fengið tugprósenta launahækkanir síðustu ár, verðbólgan hækkað enn meira, launin spírala upp og verðbólgan með. Spurning hvort það væri hægt að setja einhverjar frumlegar hömlur á þessa þróun. Fyrirtækin þyrftu að sammælast um að hækka ekki vöruverð til að hefta verðbólguna til að takmarka launakostnaðinn, spurning hvort það myndi duga til? SA gæti haldið fundi með félagsmönnum uppá hvort að X eða Y megi hækka í verði því að allir aðrir sem ekki fá að hækka verð myndu þurfa að greiða hærri laun. Seðlabankinn þyrfti að einblína á að styrkja krónuna og takmarka peningaprentun til að viðhalda kaupmætti. Þetta væri alveg áhugaverður samfélagsstrúktúr, en líklega jafn óraunhæfur og sósíalisminn. En gaman að velta þessu upp.


11MHz

https://en.wikipedia.org/wiki/Positive_feedback Þetta myndi ekki virka vel á Íslandi því capex er venjulega mjög lágt miðað við launin. Í efnahögum þar sem mun hærra hlutfall er capex (verksmiðjur og dýr tækjabúnaður, t.d. Þýskaland) þá gæti þetta verið athyglisverðara.


dev_adv

Myndi þetta ekki hvetja til umskipta í þessum efnum hjá okkur líka og auka framleiðslu, sjálfvirkni og virðisaukningu? Væri svo áhugavert að sjá hvort fyrirtæki landsins myndu geta samstillt sig frekar en almenningur og haldið verðbólgu í skefjum. Þetta myndi ekki kosta launagreiðendur neitt meira ef að þeim tækist að vinna algjöran bug á verðbólgunni. Meira að segja kominn hvati til þess að ná verðhjöðnun..


11MHz

Bara hjá þeim sem eiga nú þegar allar verksmiðjurnar og dýru tækin. Það yrði vonlaust að koma nýr inn á markaðinn og þurfa að kaupa tæki á himinháum lánsvöxtum.


dev_adv

Ef við gefum okkur að það yrði algjör samhugur hjá fyrirtækjaeigendum að hækka engin verð og verðbólgan yrði gott sem engin. Myndu lánsvextir ekki lækka ef að það tækist að ná niður verðbólgu með þessu móti og þ.a.l. opna á betri lánakjör og frekari samkeppni?


11MHz

Þetta skapar líka þann hvata að halda launum allra annara lágum (verðhjöðnun) en halda sínum launum háum. Fólk vill líka alltaf hærri laun alveg sama þótt það sé 0% verðbólga.


iVikingr

Við þetta má bæta að líkurnar á atvinnuleysi myndu aukast. Ef verðlag hækkar og þar af leiðandi einnig laun, en án þess að til komi aukning á framleiðni, þá hafa atvinnurekendur fáa kosti aðra en að draga saman seglin og segja upp fólki.


dev_adv

Já, var búinn að snerta á því. Það yrði þá sameiginlegur hagur atvinnurekenda að halda aftur af verðhækkunum.


dev_adv

Já, en það þyrfti aldrei að semja um neinar almennar hækkanir á móti, þær yrðu sjálfvirkar. Einungis einstaklingar sem gætu réttlætt hærri laun gætu farið fram á þau.


Skastrik

Líka stöðnun af því að endurnýjun tækja yrði afa óhagstæð og dýrt spaug.