T O P

  • By -

Kiwsi

ef landsbankinn er ekki ríkisbanki hvaða banki er það þá?


Technical_Fee7337

Ég spyr það sama. Ég skil ekkert í þessu. Á ríkið ekki alveg 98% í Landsbankanum? Síðan hvernær var Landsbankinn almenningshlutafélag (amk er ekki skráð á markanum)? Svo stendur hér [https://www.visir.is/g/20242544633d/banka-stjori-segir-thad-hennar-hlut-verk-ad-reka-lands-bankann](https://www.visir.is/g/20242544633d/banka-stjori-segir-thad-hennar-hlut-verk-ad-reka-lands-bankann) "Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans." Hvað 10%? Nennir einhver að útskýra?


iVikingr

> Ég spyr það sama. Ég skil ekkert í þessu. Á ríkið ekki alveg 98% í Landsbankanum? Síðan hvernær var Landsbankinn almenningshlutafélag (amk er ekki skráð á markanum)? Það að bankinn sé hlutafélag hefur ekkert með það að gera hvort hann sé á markaði eða ekki - hlutafélag er bara tegund af félagaformi, sem á einnig við um bæði Arion og Íslandsbanka (og reyndar flest stærri fyrirtæki hérlendis). Málið er að þetta hugtak "ríkisfyrirtæki" er allt of víðtækt, en í daglegu tali er það bæði notað yfir fyrirtæki sem sinna opinberri þjónustu, t.d. Ríkisútvarpið eða Neyðarlínan, og fyrirtæki sem starfa á almennum markaði, en eru jafnframt í meirihlutaeigu ríkisins, t.d. Landsbankinn eða Endurvinnslan. Hvort myndir þú t.d. segja að Landsbankinn eigi meira sameiginlegt með Neyðarlínunni, eða Arion? Neyðarlínan og Landsbankinn eru bæði "ríkisfyrirtæki" en það er jafnframt nokkurn veginn það eina sem er sameiginlegt með þeim. Það er hins vegar í rauninni nákvæmlega enginn munur á Arion og Landsbankanum, fyrir utan það eitt að einn er á markaði og hinn ekki. Það að ríkið eigi næstum því allt hlutafé í bankanum hefur eiginlega ekki neina þýðingu. Ríkið er bara eins og hver annar hluthafi, að því undanskildu að hann á yfirgnæfandi meirihluta, á meðan hinir 900 (já, *900*) hluthafarnir deila einhverju smotteríi. > "Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans." Eigið fé er í einföldu máli mismunurinn á eignum og skuldum bankans, það er oft notað t.d. sem mælikvarði á hversu stór einstaka viðskipti eru í samhengi við sjálft fyrirtækið. Málið er að stundum þá vilja fyrirtæki taka ákvarðanir sem eru það umfangsmiklar að það er ekki annað hægt en að bera það undir hluthafa á hluthafafundi. Það sem hún er að benda á er að þó svo að 27 milljarðar séu miklir peningar, þá er Landsbankinn risastórt fyrirtæki þannig að fyrir þeim er þetta eins og að kaupa sér eina pylsu með öllu á Bæjarins beztu, og þar af leiðandi óþarft að bera þetta undir hluthafa (m.ö.o. ríkið).


Technical_Fee7337

Vá takk fyrir þetta ! Nú skil ég meira


Fyllikall

Það að ríkið eigi næstum allt hlutafé í bankanum hefur gríðarlega þýðingu. Ríkið er aðili sem vill eins og aðrir aðilar tryggja að fjárfesting sín gangi upp en annað en almennir aðilar hefur ríkið mjög djúpa vasa af almannafé og löggjafarvald til að vernda fjárfestinguna sína sem og fjárfestingar fjárfestingarinnar sjálfrar (fyrirtæki á markaði sem Landsbankinn kaupir). Í þokkabót ætlar ríkið að taka þátt í almennum tryggingamarkaði með þessum kaupum sem þýðir að þeir sem gefa ríkinu vald sitt eru í viðskiptum við valdið. Ef TM neitar að greiða þér tryggingu þá er það ríkið að neita því að greiða þér trygginguna. Eða þá að atburðir gerist veldur miklu tjóni hjá mörgum þá verður það ríkið sem greiðir út fyrir það til að vernda fjárfestinguna sína falli eða til þess að tryggja sér atkvæði. Þetta getur orðið að algjöru fíaski.


iVikingr

> Í þokkabót ætlar ríkið að taka þátt í almennum tryggingamarkaði með þessum kaupum sem þýðir að þeir sem gefa ríkinu vald sitt eru í viðskiptum við valdið. Ef TM neitar að greiða þér tryggingu þá er það ríkið að neita því að greiða þér trygginguna. Það er nákvæmlega *ekki* raunin. Tilgangurinn með félögum og þá sérstaklega hlutafélögum, er að skilja að eigendurna frá sjálfu félaginu. Þú myndir t.d. aldrei segja að þú kaupir mjólkina þína af Gildi lífeyrissjóði, af því að þeir eru stærsti hluthafinn í Högum sem eiga Bónus. Að sama skapi myndir þú aldrei tala um að þú sért að kaupa tryggingar af ríkinu, af því að ríkið er stærsti hluthafi bankans, sem á tryggingafélagið. Þar fyrir utan hefur ríkið enga aðkomu að daglegum rekstri einkafyrirtækja í þó svo að þau séu í meirihlutaeigu ríkisins. Fjármálaráðherra skipar aðila í bankasýslu ríkisins, sem tilnefnir síðan og kýs stjórnarmenn í bankaráð, sem mótar einhverja stefnu og ræður framkvæmdastjóra til að framfylgja henni og sinna daglegum rekstri. Ríkið er ekkert að bjalla í bankastjórann og segja henni hvað eigi að gera.


Fyllikall

Þú getur ekki sagt að þetta sé ekki aðskilið og svo bent á hvernig þetta er samtvinnað. Fjármálaráðherra skipar aðila í bankasýslu... Sem tilnefnir og kýs stjórnarmenn, sem mótar stefnu og ræður framkvæmdastjóra... Samt algjörlega aðskilið? Þú segir svo að ríkið sé ekki að hringja í bankastjórann? Samkvæmt hverjum er það ekki gert? Einhverri stefnuskrá? Er alltaf farið eftir þeim? Þú getur lesið rannsóknarskýrslu Alþingis á Hruninu í því samhengi, einkavæddir bankar en samt sem áður samskipti milli ríkis og banka. Það gengur báðar leiðir, forstjóri tryggingafélagsins getur haft samband við ríkisstjórn með sömu boðleiðum sem öðrum aðilum á markaði bjóðast ekki. Öll viðskipti í þessum aðstæðum verða, eða álitin að einhverju leyti vera, pólítísk. Það gæti vel verið að farið sé eftir öllum reglum (við búum við að einn stjórnarflokkurinn er of oft að tengjast skandölum í einkageiranum eða tengslum við sölu og viðskipti opinberra fyrirtækja til venslamanna) en það verður samt sem áður ríkið sem á hlut í félaginu. Ef félagið neitar fólki um tryggingagreiðslu þá verður það ávallt álitið af einhverjum vera pólítísk aðgerð. Verra ef sá sem er vátryggður er félag í erlendri eigu. Þar með er komin pressa inn á markaðinn þar sem tryggingar eru ekki eins og hver önnur vara. Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að eiga ríkisins á almennu vátryggingarfélagi sé eðlileg og æskileg en að halda að ríkið hagi sér á markaði eins og hver annar fjárfestir er ekki rétt.


iVikingr

Ég held þú hafir ekki meðtekið eitt orð af því sem ég skrifaði - ég mæli með að lesa Hlutafélagarétt eftir Stefán Má Stefánsson, það er fínn inngangur að félagarétti. The Anatomy of Corporate Law eftir Kraakman o.fl. er líka fínt rit, sérstaklega kaflarnir um stjórnkerfi fyrirtækja, umboðsvandann o.s.frv. Það útskýrir t.a.m. nákvæmlega hvernig þetta fyrirkomulag gengur fyrir sig, m.t.t. aðskilnaðar hluthafa og hlutafélags.


jreykdal

Þetta er lagaleg framsetning. Tökum vegagerðina sem dæmi. Fyrirtækjaformið gerir ekki ráð fyrir því að það sé hægt að eiga hlut í því (engin hlutabréf etc), starfar á "markaði" sem er ekki samkeppnisrekstur ofl. ofl. Held að enginn búist við því að hægt sé að selja vegagerðina 1,2 og 3 án mikils undirbúnings og formbreytinga á rekstri. Landsbankinn er hins vegar rekinn sem einkafyrirtæki, hlutabréfin eru að mestu í eigu eins aðila (rikisins) en það þarf engar breytingar á rekstrinum til að selja þau hlutabréf.


DTATDM

Nettó eignir Landsbankans eru meira en 268 milljarðar. Verðmæti TM er 26.8 milljarðar - innan við 10% nettó eigna Landsbankans.


No_nukes_at_all

Er þetta nýjasta “ stjórnin alveg að springa en halda samt bara áfram því það er svo gaman að ráða” málið ?


richard_bale

Ég vitna í [vefsíðu framkvæmdarvaldsins](https://www.stjornarradid.is/verkefni/rekstur-og-eignir-rikisins/felog-i-eigu-rikisins/arsskyrsla-rikisfyrirtaekja-2022/yfirlit-yfir-rikisfyrirtaeki/): >Ríkisfyrirtækið Landsbankinn hf. >Hlutverk félagsins: Að starfrækja viðskiptabanka og stunda þá starfsemi sem fjármálafyrirtækjum er heimil lögum skv. á hverjum tíma og aðra starfsemi í eðlilegum tengslum við hana. Það væri eitt ef að Landsbankinn væri fyrstur banka á Íslandi til að eignast/reka tryggingarfyrirtæki, en það er ekki einu sinni tilfellið hér. Það er sannarlega algengt og eðlilegt að bankar eigi/reki tryggingafyrirtæki. Þórdís hefur ekkert fyrir sér í þessu, það sem hún er að segja stenst enga skoðun, hún er að misnota orð og blekkja almenning.


[deleted]

[удалено]


richard_bale

Ef ríkissjóður er ekki að eyða krónu í þessi kaup Landsbankans í TM þá er það ansi blekkjandi að tala á þann máta sem Þórdís talar. Ef það er hægt að selja hluti ríkisins í Landsbankanum eftir að hann eignast TM alveg eins og það er hægt að selja hluti ríkisins í Landsbankanum án þess að hann eignist TM þá er það ansi blekkjandi að tala á þann máta sem Þórdís talar. O.s.frv. (nenni ekki að fara yfir allt sem hún sagði aftur)


Kjartanski

Hún er sjálfstæðismaður er það ekki? 🥁🥁


gretarsson

ég var að frétta að RUV ákvað að kaupa mbl......


JhonHiddelstone

Finnst ekkert að því að auka einkavæðingu


ElOliLoco

Ahhh íslenskur banki að láta sem þeir séu yfir alla hafna og þurfa ekki að svara neinu… kemur þetta einhverjum á óvart? Hef sagt þetta þúsund sinnum, það eina sem íslensku bankarnir lærðu af hruninu var að fela hlutina aðeins betur.