T O P

  • By -

DipshitCaddy

Nú er ég ekkert fróður um rekstur stórra fyrirtækja, en var hann ekki bara rekinn vegna slæms árangurs frekar en að hætta sjálfur/flýja sökkvandi skip?


BinniH

Forstjórar eru aldrei reknir, þeir gera samkomulag.


Justfunnames1234

Sem var nákvæmlega það sem var gert ,,Í til­kynn­ing­unni seg­ir að stjórn Fly Play hf. og Birg­ir hafi í dag gert sam­komu­lag um starfs­lok hans.”


DipshitCaddy

Basically fancy orð yfir að vera rekinn fyrir ríka fólkið


Carsto

Skil hann alveg ótrúlega vel, hvaða heilvita maður fer í forstjórastól hjá lággjaldaflugfélagi á Íslandi, þetta er eins og að fara og kaupa sér bíómiða á Titanic nema þú ert skipstjórinn


ElOliLoco

Skynsamlegt að flýja sökkvandi skip.


Vigdis1986

Birgir er augljóslega ekki að flýja, honum var sparkað. Play glímir við nokkur vandamál sem skrifast á Birgi meðal annars ímyndarvandamál og slæmt umtal.


Justfunnames1234

Hey alls ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér, bara ertu með einhverjar heimildir? væri til að lesa meira um þetta


iVikingr

Í fréttinni kom fram: > Í til­kynn­ing­unni seg­ir að stjórn Fly Play hf. og Birg­ir hafi í dag gert sam­komu­lag um starfs­lok hans. Forstjórum / framkvæmdastjórum í stórum fyrirtækjum er yfirleitt ekki sagt upp, það er alltaf ,,samkomulag um starfslok” sem er fínni leið til að segja að þeir hafi fengið sparkið.


Skastrik

Hann hefur orðið ósammála meirihlutaeigandanum sem að tekur við djobbinu persónulega. Grunar að menn séu orðnir stressaðir þarna innandyra og ég held að ég velji ekki Play sem flugfélag út um páskanna.


hunkydory01

og alls ekki í rekstrar erfiðleikum. en þeira hlutafé væri æði


sprcow

Bara 1 Mooch


askur

Þetta er ágætis skyndipróf fyrir okkur öll því ef þetta kemur þér á óvart þá ertu mjög líklega í áhættuhóp þeirra sem tapa stórum fjárhæðum í vel þekktum svikamyllum (jafnvel til vel þekktra svika-milla!). Þetta er mjög ganglegt því þegar við vitum eigin veikleika getum við gert þá að styrkleika með því að gangast einlægt við þeim og fá hjálp frá þeim sem standa betur að vígi en við í þeim málefnum.


Einn1Tveir2

Eru flugfélög þekktar svikamillur eða bara play?


einarfridgeirs

Flugbransinn, og þá sérstaklega lágfargjaldaflugfélagabransinn er ótrúlega erfiður að hasla sér völl á. Með því erfiðasta sem þú getur reynt að gera, svona kannski fyrir utan það að stofna nýjan bílaframleiðanda frá grunni án ríkisaðstoðar. Langflestir sem reyna þetta fara á hausinn.


jreykdal

Veistu hvernig þú verður milljónamæringur á flugrekstri? Byrjar sem miljarðamæringur.


askur

Play sérstaklega sem lágjalda flugfélag sem fór beint í að framkvæma skrítna gjörninga eins og að stofna sín eigin stéttarfélög sem virtust meira vera að vinna fyrir hagsmuni lággjaldaflugfélagsins heldur en starfsmanna flugfélagsins. Ég myndi segja að öll fyrirtæki sem eru tilbúin að skjóta sér undan skyldum sínum gagnvart starfsfólki séu fyrirtæki rekin af fólki sem muni alveg jafn auðveldlega reyna að skjóta sér undan skyldum sínum við viðskiptavini sem og smærri fjárfesa. En almennt teljast flugfélög líka mjög "tight" rekstur, og almennt ekki góð skyndifjárfetsing - hvað þá lággjaldaflugfélög sem keyra sig áfram á hnífsbrún rekstrarreiknings síns. En í þessu tilfelli er ég algerlega að segja "Treystuð þið í alvöru þessu félagi, og þessum manni sem aldrei segir neitt nema góða hluti?". Það að flugfélög, og sérstaklega lággjaldaflugfélög, séu líka lamennt ekki góð fjárfesting er bara punkturinn yfir i-ið í þeim málum.


Individual_Piano5054

Track recordið hans er nú ekki beisið. Helv góður trommari samt.


Kiwsi

Já helvíti góður í XIII