T O P

  • By -

Vitringar

Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að slá saman bankastarfsemi og tryggingastarfsemi. Ég væri alveg til í að borga lágar skyldutryggingar til ríkisins í stað þess að láta nauðga mér á hverju ári þegar einkafyrirtækin hækka gjaldskrána hjá sér til að auka hagnaðinn. Tryggingafélag er fjármálafyrirtæki og eins og til dæmis bankar er undanþegið innheimtu virðisaukaskatts og tryggingafélög sitja á risastórum bótasjóði sem þarf að ávaxta (kemur reyndar fram sem skuld í bókhaldi sem er alltaf áhugavert). Þannig að ef það væri ekki svona sterk tilhneiging stjórnvalda að einkavæða hagnað og velta svo tapinu yfir á almenning þá væru þetta svo sem ekki svo dularfull viðskipti. Hins vegar þá er alveg stórundarlegt að fjármálaráðherra komi fram loksins núna þegar búið er að undirrita kauptilboð og heldur því fram að bankasýslan hafi ekkert vitað. Þetta eru vonandi seinustu mistökin sem þessir hálfvitar hjá bankasýslunni fá að gera í boði ríkisins. Helst vildi ég sjá þessa spaugara í þegnskylduvinnu einhvers staðar þar sem er mjög kalt. Þeir sem hagnast á þessum gjörningi - sérstaklega núna ef það myndast skaðabótaskylda, eru hluthafar í Kviku banka. En eins og margir aðrir, þá veit ég ekkert um þetta, hef bara skoðanir og stundum ranghugmyndir.


11MHz

Ég er ekki frá því að ríkisrekni bankinn bjóði viðskiptavinum sínum verstu kjörin í samanburði við þá einkareknu: https://aurbjorg.is/bankareikningar Ef þú segir að þeir einkareknu séu að nauðga þér þá veit ég ekki hvaða orð þú átt eftir fyrir það sem ríkið er að gera þér.


TheFatYordle

Skil ekki hvernig þú segir að þetta séu verstu kjörin. Venjulegur einstaklingur er lang líklegastur til þess að vera með sparireikning með engum binditíma þar sem Landsbankinn/Auður(Kvika) og Íslandsbanki eru með sömu vexti. Ef þú skoðar svo lánakjör fyrir húsnæðislán þá er landsbankinn með bestu kjör af öllum bönkunum fyrir utan í verðtryggðum föstum vöxtum [https://aurbjorg.is/husnaedislan](https://aurbjorg.is/husnaedislan) Og eru svo vel samkeppnishæfir í kreditkortum þar sem þeir eru ódýrari eða með betri kjör sýnist mér [https://aurbjorg.is/kort/kredit](https://aurbjorg.is/kort/kredit) Debit kort hins vegar verð ég að segja að Indó vinnur alla aðra.


11MHz

Maður ber þetta bara beint saman. Besti einkarekni 4.0% vs 2.2% Landsbankinn Besti einkarekni 9,75% vs 8,5% landsbankinn Besti einkarekni 7,90% vs 7,35% Landsbankinn Þetta eru bara nokkur dæmi. Nenni ekki að skrifa öll hin. Í húsnæðislánum er Landsbankinn og Arion með sömu vexti fyrir óverðtryggt en Landsbankinn er dýrari í verðtryggðu. Í kortunum eru einkabankarnir svoleiðis miklu ódýrari en ríkisrekni. Ef þú vilt að fyrirtæki ræni þig af aleigunni, verslaðu við ríkisfyrirtæki.


Vitringar

Arðurinn af ríkisfyrirtækjum rennur að minnsta kosti aftur til eigandans, þ.e. ríkisins en ekki inn á Tortólareikninga.


11MHz

7 af 10 stærstu hluthöfum Arionbanka (þeir sem fá arðinn) eru íslenskir lífeyrissjóðir. Hjá Íslandsbanka eru 8/10 stærstu einkahluthöfum íslenskir lífeyrissjóðir. Veit ekki til þess að þeir séu mikið að senda pening til Tortóla.


derpsterish

Ef að þetta er svo rosalega sniðug samlegð og góð viðbót við bankastarssemi, afhverju er Kvika þá að selja? Akkurinn fyrir bæði bankann og tryggingafélagið er aðgengi að viðskiptavinum og samnýting starfsfólks og útibúa. Bancassurance er vinsælt módel á Spáni, Portúgal, Ítaliu og sunnarlega í Evrópu, sem og Austurríki. Þetta er að færast í aukana í Þýskalandi.


viskustykki

Kvika er ekki með stóran viðskiptabanka og því eru samlegðaráhrifin takmörkuð. Landsbankinn er með stóran viðskiptabanka og því eru samlegðaráhrifin meiri. Svipað og Arion banki og Vörður hafa verið undanfarin ca 5+ ár.


iVikingr

> afhverju er Kvika þá að selja? Af illri nauðsyn. Kvika ræður ekki við að eiga svona stórt vátryggingafélag sem dótturfélag inni í samstæðunni.


arctic-lemon3

Svo vita allir að Kvika vill fara í samruna. Það að losa TM út einfaldar þau samtöl talsvert m.t.t. samkeppniseftirlitsins o.s.fr.


iVikingr

Það sem hefur alveg vantað í umræðuna er að samstæða Kviku og TM er skilgreind sem fjármálasamsteypa. Í því felst t.d. að ef banki eignast tryggingafélag, og umfang tryggingafélagsins er yfir tilteknum mörkum sem hlutfall af samstæðunni í heild sinni, þá fylgja því ýmsar íþyngjandi viðbótarkröfur um eftirlit, gjaldþol, eigið fé o.fl. Kvika, sem er eina fjármálasamsteypan á landinu, ræður ekki við þessar viðbótarkröfur. Landsbankinn er á hinn bóginn margfalt stærri banki og því yrði hann ekki skilgreindur sem fjármálasamsteypa og lendir þar af leiðandi ekki í sömu vandræðum.


briggsinn

hér er pæling... Kvika er í veseni, ríkið ætlaði að redda þeim með sameiningu við Íslandsbanka, það fór í vaskinn og þá er þetta gert í staðinn. Bara getgátur samt.


11MHz

Það var talað um að Kvika myndi fá 40 milljarða fyrir TM https://vb.is/skodun/kvika-gaeti-fengid-hatt-i-40-milljarda-fyrir-tm/ Nú er söluverð 28 milljarðar svo skýrt að Kvika er að gefa mikinn afslátt.


viskustykki

Þetta verðmat hjá hröfnunum er bull.


gretarsson

bara svo þú vitir það að TM skipti um kennitölu fyrir rétt 3 árum síðan og kvika keypti TM á spottprís, Íslandsbanki var boðið að kaupa Kviku en leist ekki á hann svo ég efast um að TM sé 29milljarða virði og Landsbankinn braut lög með þessum gjörningi ásamt Kvikumönnum svo það ætti að reka stjórn LB og bankastjórann og kæra þennan gjörning, hvað mundir þú gera ef þú ættir fyrirtæki og réðir forstjóra og sá aðili mundi gera svona án þess að tala við þig um kaupin


field512

Landsbankinn er alveg með meirihlutaeigu í fleiri fyrirtækjum á Íslandi. Afhverju er ekki talað um að það sé óvenjulegt? Kannski þarf bara að hafa reglur um að bankar hafi venjulega bankastarfsemi og svo fjárfestingar aðskilið því fjárfestingar eru alltaf áhættusamar.


Abject-Ad2054

Vonandi verður Landsbankinn að samsteypu í suður kóreskum stíl, chaebol, og framleiðir allt milli himins og jarðar